Home Fréttir Í fréttum Vilja hraða uppbyggingu samgangna

Vilja hraða uppbyggingu samgangna

51
0
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son er nýr ráðherra sam­göngu­mála. Mynd: mbl.is/​Eggert

Mörg brýn verk­efni blasa við Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks og nýj­um ráðherra sam­göngu­mála. Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er tölu­vert fjallað um sam­göngu­mál og þar kem­ur fram að rík­is­stjórn­in vilji hraða upp­bygg­ingu í sam­göngu­innviðum lands­ins, bæði með ný­fram­kvæmd­um og viðhaldi.

<>

Stjórn­arsátt­mál­inn nefn­ir ekki nein­ar sér­stak­ar fram­kvæmd­ir í vega­mál­um, sem sett­ar verði í for­gang. Þó kem­ur fram að við for­gangs­röðun í vega­mál­um muni sér­stak­lega verða horft til ólíkr­ar stöðu svæða, ferðaþjón­ustu og ör­ygg­is­sjón­ar­miða.

Hins veg­ar er nokkuð minnst á al­menn­ings­sam­göng­ur. Fram kem­ur að áfram þurfi að byggja upp al­menn­ings­sam­göng­ur um allt land og að stutt verði við Borg­ar­línu, í sam­starfi við Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu. Einnig seg­ir að auka þurfi mögu­leika gang­andi og hjólandi veg­far­enda í þétt­býli.

Ekk­ert minnst á Reykja­vík­ur­flug­völl

Varðandi flug­sam­göng­ur inn­an­lands seg­ir að unnið verði að því að gera inn­an­lands­flug að „hag­kvæm­ari kosti fyr­ir íbúa lands­byggðanna“. Ekki er minnst einu orði á framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar í Vatns­mýri í mál­efna­sátt­mála stjórn­ar­flokk­anna, en Jón Gunn­ars­son, sem áður fór með mála­flokk­inn, hef­ur talað fyr­ir upp­bygg­ingu nýrr­ar flug­stöðvar á Reykja­vík­ur­flug­velli.

Varðandi milli­landa­flug seg­ir í sátt­mál­an­um að huga þurfi að „mögu­leik­um til að opna fleiri hlið inn til lands­ins og fjölga þannig þeim svæðum sem geta notið góðs af ferðaþjón­ustu“, en flug­vell­irn­ir á Eg­ils­stöðum og Ak­ur­eyri eru báðir alþjóðaflug­vell­ir.

Ekki er minnst einu orði á framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri ...
Ekki er minnst einu orði á framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar í Vatns­mýri í mál­efna­sátt­mála stjórn­ar­flokka mbl.is/​Sig­urður Bogi

Ýmis mál tengd sam­göng­um snerta einnig mála­flokka sem eru inn­an annarra ráðuneyta og ef til vill ekki síst um­hverf­is­mál.

Í vænt­an­legri aðgerðaáætl­un um sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda, sem mun heyra und­ir nýtt Lofts­lags­ráð, verður sett mark­mið um sam­göng­ur og hlut­fall öku­tækja sem ganga fyr­ir vist­vænni orku í bíla­flota lands­manna, að því er fram kem­ur í stjórn­arsátt­mál­an­um.

Í stjórnarsáttmálanum segir að huga þurfi að fleiri hliðum inn ...
Í stjórn­arsátt­mál­an­um seg­ir að huga þurfi að fleiri hliðum inn í landið til efl­ing­ar ferðþjón­ustu. Mynd­in er frá Eg­ilsstaðaflug­velli. mbl.is/​Sig­urður Bogi
Heimild: Mbl.is