Home Fréttir Í fréttum Vinna við lagningu á nýjum jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2 hefjist sumarið 2018

Vinna við lagningu á nýjum jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2 hefjist sumarið 2018

95
0
Sauðárkrókslína 1 Mynd: Landsnet.is

Áætlað er að vinna við lagningu á nýjum jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2, frá Varmahlíð að Sauðárkróki hefjist sumarið 2018 en tilboð í strenginn voru opnuð í vikunni og buðu sex fyrirtæki í framleiðslu strengsins.

<>

Sauðárkrókslínu 2 er ætlað að styrkja tengingu svæðisins við flutningskerfið og um leið að  auka orkuafhendingu og afhendingaröryggi á svæðinu.

23 km langur jarðstrengur

Áformað er að jarðstrengurinn, sem er um 23 km langur, liggi að mestu samsíða núverandi loftlínu, nema á kafla frá Sæmundará að Gili/Sauðárkróki, þar sem strengurinn mun liggja samsíða Sauðárkróksbraut. Tengja á núverandi loftlínu, Sauðárkrókslínu 1, með jarðstreng við nýtt yfirbyggt 66 kV tengivirki á Sauðárkróki.

40 ára gömul loftlína

Eina tenging Sauðárkróks við flutningskerfið  er í dag  66 kV loftlína frá Varmahlíð sem orðin er rúmlega 40 ára gömul og mun tilkoma jarðstrengsins auka orkuöryggi og meira en tvöfalda flutningsgetu að svæðinu.

Hér er hægt að lesa nánar um verkefnið.

Heimild: Landsnet.is