Home Fréttir Í fréttum Styttist í að „straujárnið“ í Hafnarstræti verði opnað

Styttist í að „straujárnið“ í Hafnarstræti verði opnað

210
0
Byggingin mun setja sinn svip á miðborgina. Mynd/Icelandair Hotel

Það styttist óðum í að hótelið sem er í byggingu í Hafnarstræti í miðborg Reykjavíkur verði opnað. Ef marka má myndir á heimasíðu hótelsins mun hótelið verða hið glæsilegasta.

<>

Stefnt er að því að fyrstu gestirnir geti gist í hótelinu í febrúar á næsta ári. Hótelið eru rekið af Icelandair Hotel en verður hluti af vörumerki Hilton International, sem nefnist Curio Collection. Hótelið sjálft heitir Konsulate Hotel Reykjavik og er staðsett þar sem Rammagerðin var áður til húsa.

Nafn hótelsins vísar í að Ditlev Thomsen, íslenskur konsúll fyrir Þjóðverja á 19. öld, tók á móti erlendum gestum í nágrenni hótelsins, líkt og faðir hans og afi gerðu á sínum tíma.

Mikil uppbygging er á svæðinu í grennd við hótelið en aðeins steinsnar frá því er verið að byggja sjö ný hús á því svæði sem nefnist Hafnartorg, en þar hyggst sænski fatarisinn H&M meðal annars opna verslun.

Byggingin hefur stundum verið nefnt straujárnið eftir Flatiron-byggingunni frægu í New York, enda ákveðin líkindi á milli þeirra en enska orðið flatiron útleggst á íslensku sem straujárn.

Mynd/Icelandair Hotel
Mynd/Icelandair Hotel
Heimild: Visir.is