Home Fréttir Í fréttum Borgarráð samþykkti tillögu um Landssímareit

Borgarráð samþykkti tillögu um Landssímareit

236
0
Svona kæmu bygg­ing­arn­ar á Lands­s­ímareitn­um til með að líta út. Tölvu­teikn­ing/​THG Arki­tekt­ar

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur samþykkti á fundi sín­um í dag deili­skipu­lagstil­lögu Lands­s­ímareits­ins svo­kallaða við Aust­ur­völl. Þar með er heim­ild til að reisa 160 her­bergja hót­el á bygg­ing­ar­reitn­um fest frek­ar í sessi. Deili­skipu­lag hafði áður verið samþykkt fyr­ir reit­inn en þá var talið að hann næði ekki inn í kirkju­g­arð Vík­ur­kirkju. Í fyrra kom hins veg­ar í ljós að hluti garðsins er inn­an marka bygg­ing­ar­reits­ins og að þar væri að finna graf­ir.

<>

Eft­ir af­greiðslu máls­ins í borg­ar­ráði fer það nú til fullnaðaraf­greiðslu borg­ar­stjórn­ar á fundi henn­ar 5. des­em­ber.

Á fund­in­um í dag lögðu full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fram til­lögu um að fresta af­greiðslu skipu­lagstil­lög­unn­ar þar til niður­stöður forn­leifa­rann­sókn­ar á reitn­um lægju fyr­ir og svör hefðu feng­ist við fyr­ir­spurn frá síðasta borg­ar­ráðsfundi um hvaða laga­heim­ild­ir væru fyr­ir því að graf­inn yrði kjall­ari í aust­ur­hluta Vík­ur­kirkju­g­arðs og stór hót­el­bygg­ing reist þar ofan á.

Að sögn Kjart­ans Magnús­son­ar full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins var af­greiðslan felld með fimm at­kvæðum meiri­hlut­ans gegn tveim­ur at­kvæðum Sjálf­stæðis­flokks. Í bók­un Kjart­ans vegna máls­ins minn­ir hann á að Vík­urg­arður sé elsti kirkju­g­arður Reyk­vík­inga og að enn eigi eft­ir að kom­ast til botns í lög­fræðileg­um álita­mál­um vegna eign­ar­halds garðsins. „Vík­urg­arður er helgi­dóm­ur í hjarta borg­ar­inn­ar sem ber að vernda í stað þess að steypa stór­hýsi ofan í hann. Þar stóð fyrsta kirkja Reykja­vík­ur og rök hníga einnig að því að  fyr­ir kristni­töku hafi þar verið heiðinn helg­istaður. Hingað til hef­ur verið talið að graf­ir skuli vera friðhelg­ar eft­ir því sem kost­ur er.“

Varðmenn Vík­urg­arðs fengu að kynna sjón­ar­mið sín á borg­ar­ráðsfund­in­um í morg­un. Hóp­ur­inn hélt fjöl­sótt­an fund í Nes­kirkju í fyrra­kvöld þar sem samþykkt var að mót­mæla í meg­in­at­riðum um­sögn og af­greiðslu um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur um fram­kvæmd­irn­ar fyr­ir­huguðu.

Fé­lagið Lind­ar­vatn ehf. er eig­andi fat­seigna á reitn­um. Það er í helm­ingseigu Dal­ness ehf. og Icelanda­ir Group hf. Icelanda­ir Hot­els, dótt­ur­fé­lag Icelanda­ir Group, hef­ur skrifað und­ir leigu­samn­ing til 25 ára um rekst­ur hót­els á reitn­um. Á reitn­um ætla Icelanda­ir hót­el sér að reka Ice­land Par­la­ment hót­el und­ir merkj­um Curio by Hilt­on. 

Vala Garðars­dótt­ir for­leifa­fræðing­ur stjórnaði upp­greftri á bygg­ing­ar­reitn­um og í hon­um fannst fjöldi beina­grinda og í ljós kom að Vík­ur­kirkju­g­arður, elsti kirkju­g­arður borg­ar­inn­ar, nær inn á svæðið. Hann var aflagður árið 1838.

Ármann Guðmundsson fornleifafræðingur við störf á Landssímareitnum.
Ármann Guðmunds­son forn­leifa­fræðing­ur við störf á Lands­s­ímareitn­um. Ljós­mynd/​Krist­inn Ingvars­son

Vala sagði frá því í grein í Morg­un­blaðinu í apríl í fyrra að fyrra jarðrask og fram­kvæmd­ir hafi fjar­lægt og rutt því til sem þar var. Frá lok­um 18. ald­ar hafa all­mörg hús staðið þar sem nú er hinn svo­kallaði Lands­s­ímareit­ur.

Kjart­an Magnús­son rifjar upp í bók­un sinni vegna máls­ins að á sjö­unda ára­tugn­um hafi verið  fyr­ir­hugað að reisa viðbygg­ingu við Landsíma­húsið sem átti að ná út að Kirkju­stræti. Þegar bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir hóf­ust kom í ljós að Vík­ur­kirkju­g­arður náði lengra inn á bygg­ing­ar­reit­inn en talið hafið verið. Bygg­ingaráform voru þá end­ur­skoðuð að til­hlut­an þáver­andi rík­is­stjórn­ar og Landsím­an­um gert að minnka viðbygg­ing­una um helm­ing í því skyni að hlífa sem stærst­um hluta kirkju­g­arðsins. „Öfug­snúið er að nú­ver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluti beri minni virðingu fyr­ir gra­freit­um í Vík­urg­arði og þeim forn­leif­um sem þar hafa fund­ist en áður­nefnd­ir ráðamenn fyr­ir hálfri öld,“ seg­ir í bók­un Kjart­ans.

Hér get­ur þú séð mynd­band THG arki­tekta sem sýn­ir fyr­ir­hugaða hót­el­bygg­ingu á reitn­um.

Heimild: Mbl.is