Home Fréttir Í fréttum Skoða tólf herbergja hótel í Austurey

Skoða tólf herbergja hótel í Austurey

150
0
Austurey á bökkum Apavatns. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Við erum að hugsa málið, það er ekki búið að teikna eða neitt slíkt, nú er búið að samþykkja aðal- og deiliskipulag fyrir svæðið og næsta mál er að taka ákvörðun um hvort byggt verði eða ekki,“ segir Kjartan Lárusson í Austurey I í Laugardal.

<>

Hann hefur, ásamt Lárusi syni sínum, uppi áform um að byggja tólf herbergja hótel með fundarsal og veitingastað á jörð sinni. Í fyrsta hluta yrði byggingin um sexhundruð fermetrar með möguleikum á stækkun upp í sextán hundruð fermetra.

„Við erum ekkert að flýta okkur, ef af þessu verður þá gæti ég ímyndað mér að hótelið yrði klárt sumarið 2017,“ sagði Kjartan í samtali við Sunnlenska.

 

Heimild: Sunnlenska.is