Home Fréttir Í fréttum Hafnaði tilboði í tvær lóðir

Hafnaði tilboði í tvær lóðir

136
0
sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bæjarráð Árborgar hafnaði á fundi sínum á dögunum tólf milljón króna tilboði Eðalbygginga ehf í tvær lóðir með sökklum við Dranghóla á Selfossi.

<>

Um er að ræða einbýlishúsalóðir við Dranghóla 10 og Dranghóla 15 en sökklar eru komnir á báðar lóðirnar.

Eðalbyggingar buðu samtals tólf milljónir króna í lóðirnar, tveggja milljón króna greiðslu við undirritun kaupsamnings og tíu milljón króna greiðslu eftir tólf mánuði.

Bæjarráð taldi tilboðið hins vegar ekki ásættanlegt og hafnaði því.

Heimild: Sunnlenska.is