Home Fréttir Í fréttum Unnið dag og nótt í Dýrafjarðargöngum

Unnið dag og nótt í Dýrafjarðargöngum

51
0
Skjáskot af rúv.is
Búið er að grafa 500 metra af Dýrafjarðargöngum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Laust lag milli berglaga hefur angrað verkamenn en verkefnastjórinn þorir ekki að segja að þeir séu komnir í gegnum það versta. Unnið er dag og nótt í göngunum og yfirmaður jarðganga hjá Vegagerðinni segir verkið ganga vel.

Tveir mánuðir eru frá fyrstu sprengingu Dýrafjarðarganga í Arnarfirði. Nú er búið að grafa 1/10 hluta ganganna eða um 500 metra. Göngin verða alls 5,3 kílómetrar og 5,6 með vegskálum.

<>

Verkinu hefur miðað vel, reyndar misvel. „Það er alltaf eitthvað sem að gengur verra en hitt og þá verða menn pirraðir og það tefur eitthvað,“ segir Gísli Eiríksson, yfirmaður garðganga hjá Vegagerðinni.

„Það er stundum erfitt að bora og sprengja og stundum fer tvöfaldur tími í færuna og stundum þarfa að stytta hana,“ segir Tomas Prchal, verkefnastjóri Dýrafjarðarganga fyrir Metrostav.

Gísli segir að milli berglaga sé kargi sem er laus í sér og því getur reynst erfitt að bora fyrir sprengiefninu. „Og þá vilja holurnar hrynja saman og þá þarf að stinga aftur inn í holurnar og það tefur. En það er mjög gott að eiga við þetta, þetta er mjúkt og fínt. Í það stóra heila þá hefur þetta bara gengið vel.“

Tékkneska fyrirtækið Metrostav sér um gangagröftinn eins og í Norðfjarðargöngum. Tómas segir að helsti munurinn á göngunum sé vatn sem drýpur víða úr Dýrafjarðargöngum. Það ætti þó ekki að hamla greftri þótt aðstæður verkamanna séu aðrar. „Við erum stöðugt undir ágjöf svo maður þarf að halda sér þurrum. Og vera ekki 12 tíma í blautum fötum.“

Unnið er dag og nótt á vöktum alla daga, nema sunnudaga. Verkið hófst aðeins á eftir áætlun en Tómas segir þó verkið ganga ágætlega miðað við áætlun: „Maður veit aldrei hvað er framundan. Því vil ég ekki segja að það versta sé að baki en við vonust til að fá betri aðstæður.“

Áætluð verklok eru árið 2020.

Heimild: Ruv.is