Home Fréttir Í fréttum SORPA bs. óskar eftir tilboðum í verkefni

SORPA bs. óskar eftir tilboðum í verkefni

151
0
Sorpa gas- og jarðgerðarstöð Álfsnesi

SORPA áformar að byggja gas- og jarðgerðarstöð fyrir vinnslu á úrgangi í Álfsnesi.

<>

Stöðin mun í fyrsta áfanga meðhöndla 36.000 tonn á ári af formeðhöndluðum heimilisúrgangi.
Vinnslurými stöðvarinnar verður lokað og allt loft sem frá stöðinni berst meðhöndlað í lífsíum.
Gólfflötur bygginga er samtals áætlaður 12.000 m2.

Byggingar og kerfi hafa verið forhönnuð en deilihönnun, þ.m.t. séruppdrættir arkitekta, er hluti af útboði.
Áætluð verklok eru í apríl 2019.

Útboðsgögn verða aðgengileg í gegnum örugga gagnagátt frá og með þriðjudeginum 7. nóvember, kl. 9.00, gegn 30.000 kr. óafturkræfu gjaldi.

Sækja þarf um aðgang að gagnagátt á vefslóðinni sorpa.is/wtp.

Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 12. desember 2017 kl. 11.00 á skrifstofu SORPU bs., Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og um það gilda lög nr. 120/2016 um opinber innkaup.

Heimild: Sorpa.is