Home Fréttir Í fréttum Vinna í snarbröttum hlíðum fjallsins Kubba

Vinna í snarbröttum hlíðum fjallsins Kubba

144
0
Borað fyrir festingum snjóflóðagrinda í hlíðum fjallsins Kubba. Ljósmynd: Hafsteinn Steinarsson, verkefnastjóri FSR.

Fjallað var um snjóflóðavarnir í hlíðum fjallsins Kubba, ofan Holtahverfis á Ísafirði, í þættinum Landinn á RÚV í október.

<>

Verkið felur í sér að setja upp stoðvirki úr stáli (e. snow bridges), einnig kallaðar stálgrindur eða grindur, til snjóflóðavarna á upptakasvæðum snjóflóða í Bröttuhlíð í Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði. Verkamennirnir starfa í snarbröttum hlíðum fjallsins og sjá um að bora fyrir festingum snjóflóðagrinda. Þeir hafa fengið sérþjálfun til að starfa í hlíðunum og settar hafa verið upp varnir til að verjast grjóthruni.

Hægt er að horfa á umfjöllunina í Landanum á RÚV hér.

Framleiðsla (hönnun og smíði) stoðvirkja var boðin út sérstaklega. Verksali hönnunar og framleiðsluefnis er Mair Wilfried GmbH. Áformað er að koma fyrir um 1.888 m af stálgrindum en hæð þeirra mælt þvert á halla fjallshlíðar (Dk) er 3,0 m, 3,5 m og 4,0 m.

  • Tímaáætlun: Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2018
  • Verkkaupi: Ísafjarðarbær
  • Umsjón og eftirlit verkkaupa: Framkvæmdasýsla ríkisins, Hafsteinn Steinarsson verkefnastjóri. Daglegt eftirlit, Sveinn D K Lyngmo hjá Tækniþjónustu Vestfjarða
  • Frumhönnun: Swiss Federal Institude for Forest, Snow and Landscape Research Wsl., Stefan Margrgreth
  • Verkhönnun: Verkís hf. verkfræðistofa
  • Verktaki: ÍAV, Oliver Claxton verkefnastjóri, Ágúst Ólafsson yfirverkstjóri
  • Efnissali: Mair Wilfried GmbH, St. Lorenzen, Ítalíu, og Ferro Zink hf., Akureyri

Heimild: Fsr.is