Home Fréttir Í fréttum Verksmiðja PCC tilbúin um miðjan desember

Verksmiðja PCC tilbúin um miðjan desember

249
0
Mynd: Gaukur Hjartarson /ruv.is
Nú er búið að ráða um níutíu prósent alls starfsfólks við kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. Fyrirtækið fær verksmiðjuna afhenta þrettánda desember, en hráefni til framleiðslunnar er þegar tekið að berast.

Verksmiðjusvæðið á Bakka tekur miklum breytingum þessar vikurnar. Það sem áður voru berar stálgrindur eru að verða fullmótuð hús og einstaka byggingar eru þegar tilbúnar. Og það er mikið um að vera á öllu framkvæmdasvæðinu.

<>

Um 500 manns að vinna á framkvæmdasvæðinu

„Það eru örugglega 500 manns að vinna hérna í dag,“ segir Jökull Gunnarsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá PCC á Bakka. „Bæði fólk frá okkur og svo frá hinum ýmsu verktökum sem tengjast framkvæmdinni, sem eru að vinna, og allt á fullu að reyna að klára.“

Verksmiðjan afhent 13. desember

13. desember er gert ráð fyrir að SMS, verktakinn á Bakka, afhendi PCC verksmiðjusvæðið. Þá hefst formlegt gangsetningarferli kísilverksmiðjunnar. Þetta ferli, segir Jökull, er til að sannreyna á öllum sviðum starfseminnar hvort starfsfólk PCC sé tilbúið að hefja rekstur verksmiðjunnar. „Og það verður ekkert sett í gang hérna fyrr en við í rauninni erum tilbúin til þess. Þó svo opinber dagsetning sé 13. desember er ekki þar með sagt að við setjum ofninn í gang þá. En við tökum formlega við verksmiðjunni þá.“

Heimild: Ruv.is