Home Fréttir Í fréttum Niðurstöður samkeppni um hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg

Niðurstöður samkeppni um hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg

203
0
Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps. hlutu 1. verðlaun í samkeppni um hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg

Niðurstöður voru kynntar og verðlaun afhent í dag, þriðjudaginn 24. október 2017, í hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg, Selfossi. Afhending verðlauna fór fram við athöfn í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurlands.

<>

Alls bárust 17 tillögur frá íslenskum og erlendum arkitektastofum. Í samkeppninni var meðal annars lögð áhersla á lausnir með góðu innra skipulagi og heimilislegu yfirbragði ásamt aðstöðu til útivistar, þar sem aðgengi og öryggismál væru höfð að leiðarljósi og góð vinnuaðstaða fyrir starfsmenn væri tryggð.

  1. verðlaun hlaut Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps.
  2. verðlaun hlaut ANDERSEN & SIGURDSSON ARKITEKTER
  3. verðlaun hlaut Sei ehf.

Dómnefndarálit

Í samkeppnislýsingu er gert ráð fyrir að hönnun verði lokið og útboðsgögn tilbúin í ágúst 2018, framkvæmdir hefjist í október 2018 og þeim verði lokið vorið 2020.

Verkkaupi: Velferðarráðuneytið og Sveitarfélagið Árborg
Umsjónaraðili: Framkvæmdasýsla ríkisins
Samstarfsaðili: Arkitektafélag Íslands

 

Heimild: Fsr.is