F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Vegargerðarinnar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Breiðholtsbraut við Norðurfell. Göngubrú og stígar – Útboð nr. 14078.
Um er að ræða gerð göngubrúar yfir Breiðholtsbraut norðan gatnamóta við Norðurfell ásamt tengingum við stígakerfi borgarinnar. Brúin er eftirspennt bitabrú í fjórum höfum, heildarlengd um 95 m að meðtöldum útkröguðum brúarendum, heildarbreidd 3,36 m. Gerð göngustígs meðfram Suðurfelli frá Yrsufelli að Norðurfelli auk tengistígar ofan Arnarbakka. Grenndarstöð við Seljabraut færð og endurnýjuð ásamt göngustíg að grenndarstöð. Gerð áningarstaðar við stígamót við Norðurfell. Götulýsingu við stíga og frágangur/ræktun á framkvæmdasvæði.
Helstu magntölur eru:
- Uppúrtekt 2300 m3
- Fylling 2000 m3
- Jarðstrengir 220 m
- Ljósastólpar 11 stk.
- Mulningur 1700 m2
- Malbik 1700 m2
- Hellulögn 300 m2
- Kantsteinar 230 m
- Þökulögn 3300 m2
- Gróðursetning 45 Stk.
- Steypumót 580 m2
- Slakbending 27 tonn
- Eftirspennt járnalögn 4 tonn
- Uppspenna og grautun 3 stk.
- Steypa 180 m3
- Vatnsvörn 160 m2
- Stálvirki, ryðfrítt stál 3,6 tonn
- Handrið á brú 190 m
- Innsteypt ljós í brú 21 stk.
- Rafstrengur í brú 100 m
Skiladagur verksins er 13. júlí 2018 fyrir utan frágang og ræktun sem skal lokið eigi síðar en 28. september 2018.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 12:00, þriðjudaginn 3. október 2017 á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 25. október 2017.