Home Fréttir Í fréttum Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn

Byggja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn

163
0
Eins og sjá má á myndinni er mjög sýnileg dæld í brúnni yfir Steinavötn. Mynd: Íris Ragnarsdóttir Pedersen

Brúin yfir Steinavötn í Suðursveit er svo illa farin eftir mikla vatnavexti á Suðausturlandi síðustu daga að byggja þarf nýja brú.

<>

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að starfsmenn Vegagerðarinna séu þegar byrjaðir að vinna að því að koma upp bráðabirgðabrú.

„Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar en bygging brúar hefst um leið og aðstæður leyfa. Hringvegurinn verður því lokaður fyrir allri umferð þar til tengingu hefur aftur verið komið á. Áætlaður byggingartími bráðabirgðabrúar er a.mk. ein vika ef allt gengur að óskum.

Mynd frá flóðasvæðunum í gær. lögreglan á suðurlandi

Bráðabirgðabrúin verður svipuð þeirri sem byggð var yfir Múlakvísl á sínum tíma, beitt verður svipuðum aðferðum við brúarsmíðina. Brúin yfir Steinavötn er rétt ríflega 100 m löng brú byggð upp miðri síðustu öld. Það grófst undan einum stöpli brúarinnar og því er ekki hægt að aka yfir hana.

Enn er einnig ófært við Hólmsá og það verður ekki hægt að opna þar í dag, hvenær það verður hægt ræðst af veðri en hugsanlega verður hægt að opna á morgun eða á sunnudaginn,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Gríðarlegir vatnavextir hafa verið á Suðausturlandi og Austfjörðum síðustu daga vegna mikillar úrkomu.

Heimild: Visir.is