Home Fréttir Í fréttum Lík­ur á niðurrifi á húsi OR hafa auk­ist

Lík­ur á niðurrifi á húsi OR hafa auk­ist

60
0
Mynd: Jón Þór Víglundsson - RÚV

Sú leið að gera við veggi vest­ur­húss höfuðstöðva Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR) verður lík­lega ekki far­in. Lík­ur á niðurrifi virðast því hafa auk­ist.

<>

Þetta má ráða af svari OR við fyr­ir­spurn borg­ar­full­trúa Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina. Fyr­ir­spurn­in var lögð fram 7. sept­em­ber og barst borg­ar­ráði svar frá Orku­veit­unni 13. sept­em­ber, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

„Niðurstaða ráðgjafa OR er sam­hljóma. Þar sem um al­var­lega galla í veggj­um vest­ur­húss er að ræða er ekki talið ráðlegt að lag­færa þá. Svipuð niðurstaða hefði lík­lega feng­ist þótt sú um­fangs­mikla skoðun á veggj­um sem nú er að baki hefði verið gerð sama ár og húsið var tekið í notk­un,“ seg­ir í svari OR.

Heimild: Mbl.is