Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, munu skrifa undir viljayfirlýsingu í hádeginu á morgun þess efnis að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes sem er á sunnanverðu Álfsnesi.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að undirritunin fari fram á klettabeltinu við núverandi athafnasvæði Björgunar. Mun mikil uppbygging eiga sér stað á þessu svæði á næstu árum þar sem Bryggjuhverfið mun stækka til vesturs.
Heimild: Visir.is