Home Fréttir Í fréttum Byggingafélag Gylfa og Gunnars (BYGG) högnuðust um milljarð í fyrra

Byggingafélag Gylfa og Gunnars (BYGG) högnuðust um milljarð í fyrra

172
0
Byggingafélag Gylfa og Gunnars hefur reist mörg hundruð íbúðir í Lundi í Kópavogi. Mynd: vísir/gva

Byggingafélag Gylfa og Gunnars (BYGG) hagnaðist um 1.028 milljónir króna í fyrra samkvæmt ársreikningi félagsins. Hagnaðurinn jókst um 255 milljónir króna eða 33 prósent á milli ára. Sé litið til síðustu fjögurra ára hefur hagnaðurinn næstum nífaldast.

<>

Rekstrartekjur félagsins jukust um 35 prósent á milli ára og námu 10,7 milljörðum króna í fyrra. Á móti námu rekstrargjöld 8,8 milljörðum og jukust um 2,8 milljarða á milli ára.

Eignir BYGG námu 14,4 milljörðum króna í lok síðasta árs. Þar af voru fasteignir félagsins metnar á tæpa 4,8 milljarða króna í bókum þess en virði þeirra var fært niður um 132 milljónir á milli ára. Eigið fé BYGG nam 3,0 milljörðum króna í lok síðasta árs og var eiginfjárhlutfallið því 16,7 prósent borið saman við 13,6 prósent í lok árs 2015. Þeir Gunnar Þorláksson og Gylfi Ómar Héðinsson eiga hvor um sig helmingshlut í félaginu.

Meðalfjöldi starfsmanna BYGG var 195 í fyrra en stöðugildi í lok árs voru 200. Alls námu laun og launatengd gjöld 1,9 milljörðum króna í fyrra og hækkuðu þau um 360 milljónir á milli ára. Fram kemur í ársreikningnum að laun forstjóra og helstu stjórnenda félagsins hafi samtals numið 186,9 milljónum króna í fyrra.

Heimild: Visir.is