Home Fréttir Í fréttum Ráðist í meiri endurbætur á sundlaug Skagastrandar en ráðgert var

Ráðist í meiri endurbætur á sundlaug Skagastrandar en ráðgert var

83
0

Kostnaður við endurbætur á sundlauginni á Skagaströnd hafa farið fram úr upphaflegum áætlunum og er ástæðan sú að ráðist var í miklu meiri endurbætur en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta kom fram í máli sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í dag. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda ársins og fór yfir hvernig verk hafa gengið og staðist kostnaðaráætlanir.

<>

Framkvæmdir við breytingar á skólahúsnæðinu á Skagaströnd eru langt komnar og verða að mestu lokið áður en skólahald hefst í næst viku. Gert er ráð fyrir að kostnaður muni einnig fara fram úr upphaflegu áætlunum þar sem nokkrir ófyrirséðir kostnaðarþættir hafa bæst við. Þá er framkvæmdum við félagslegar íbúðir í Mánabraut lokið en uppgjör hefur ekki farið fram, að því er fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar.

Heimild: Húni.is