Í bókun bæjarráðs kemur fram að ekki hafi verið gert ráð fyrir greiðslunni frá Jöfnunarsjóði í fjárhagsáætlun bæjarins.
Í minnisblaði Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðis, segir að nýju bæjarskrifstofurnar verði tilbúnar um næstu mánaðamót. Nú standi yfir breytingar og við flutningana verði haft í huga að allt verði gert með eins hagstæðum hætti og nokkur sé kostur. Allt verði nýtt sem hæg verði að nýta frá fyrri skrifstofu.
Aftur á móti sé óhjákvæmilegt að jafn umfangsmikil breyting og að flytja bæjarskrifstofur kalli á ýmiskonar kostnað. Til dæmis þurfi að innrétta þrjú ný fundarherbergi og þá vanti skrifstofuhúsgögn sem henti betur nýjum rýmum. Það þurfi búnað á kaffistofu, tölvutengingar og tæknibúnað, gluggatjöld og fleira.
Aldís segir að kostnaður við þetta geti numið 5,5 milljónum og skynsamlegt sé að gera ráð fyrir kostnaði við ófyrirséð. Hann sé um tíu prósent af upphæðinni og þar með kosti þetta 6 milljónir.
Heimild: Ruv.is