Home Fréttir Í fréttum Meiriháttar skemmdarverk unnin á vinnutækjum á Selfossi

Meiriháttar skemmdarverk unnin á vinnutækjum á Selfossi

111
0
Mynd tengist ekki frétt.

Meiriháttar skemmdarverk voru framin á vinnutækjum í eigu verktaka á athafnasvæði hans við Gagnheiði 13 á Selfossi.

<>

Skemmdarverkin voru unnin á tímabilinu frá klukkan 22 síðastliðið föstudagskvöld og til klukkan 14 á laugardag.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að þarna hafi verið búið að brjóta nánast allar rúður og ljós í traktorsgröfu, vörubifreið, dráttarvél, flatvagni, kerru og hestakerru. „Ljóst er að mikið fjárhagslegt tjón er fyrir eiganda tækjanna. Miðað við stærð og umfang skemmdarverkanna má leiða að því líkum að gerandi/gerendur hafi verið í töluverðan tíma að stunda ódæðið og því hafi fylgt mikill hávaði.“

Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum eða vitneskju um það hver/hverjir voru þar að verki. „Allar upplýsingar eru vel þegnar og má koma þeim á framfæri í einkaskilaboðum hér á fésbókarsíðu Lögreglunnar á Suðurlandi eða í síma 444 2010. Einnig má koma upplýsingum á framfæri í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is.“

Heimild: Vísir.is