Home Fréttir Í fréttum Ber að afhenda upplýsingar um myglusvepp í húsnæðinu

Ber að afhenda upplýsingar um myglusvepp í húsnæðinu

248
0
Mynd: RÚV
Húnavatnshreppi var óheimilt að synja íbúa í húsnæði í eigu hreppsins um niðurstöður úr rannsókn á myglusvepp í húsnæðinu. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Íbúinn gerði leigusamning við Húnavatnshrepp í janúar 2015 en neyddist til að flytja úr íbúðinni í mars 2015 vegna gruns um myglusvepp. Húnavatnshreppur lét skoða húsnæðið og í ljós kom að miklar rakaskemmdir voru. Sýni voru tekin og send til Náttúrufræðistofnunar Íslands til greiningar. Niðurstöðurnar liggi fyrir en beiðni íbúans um aðgang að þeim var ekki svarað, að því er fram kemur í úrskurðinum.

<>

Rök Húnavatnshrepps fyrir því að hafa ekki afhent skýrsluna voru þau að hún „segði ekkert nýtt“ til viðbótar við það sem fram hefði komið í skýrslu eftir fyrstu skoðun. Úrskurðarnefndin segir að það sjónarmið eigi sér ekki stoð í upplýsingalögum. Því verði Húnavatnshreppur að veita íbúanum fyrrverandi aðgang að skýrslunni.

Heimild: Ruv.is