Home Fréttir Í fréttum Dómsmáli um Kröflulínu vísað frá

Dómsmáli um Kröflulínu vísað frá

117
0
Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra um að vísa frá dómi máli sem Landvernd höfðaði gegn Landsneti til að stöðva framkvæmdir við Kröflulínu 4 milli Þeistareykja og Kröflu. Niðurstaða héraðsdóms var sú að Landvernd gæti ekki átt aðild að dómsmáli sem þessu enda ætti félagið enga beina, lögvarða hagsmuni í málinu.

Í lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá árinu 2011 er sérstaklega kveðið á um að umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök með minnst 30 félaga geti kært ákvarðanir án þess að sýna fram á lögvarða hagsmuni, en það á þó bara við um kæruleiðir í stjórnsýslunni, en ekki fyrir dómstólum, að mati héraðsdóms. Hæstiréttur hefur nú tekið undir það.

<>

Heimild: Ruv.is