Home Fréttir Í fréttum Breytt út­lit Lands­s­ímareits­ins við Aust­ur­völl

Breytt út­lit Lands­s­ímareits­ins við Aust­ur­völl

390
0
Lands­s­ímareit­ur­inn séð frá Ing­ólf­s­torgi. Tölvu­mynd/​​THG arki­tekt­ar

Um­hverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að aug­lýsa um­sókn THG arki­tekta að breyt­ingu á deili­skipu­lagi Lands­s­ímareits við Aust­ur­völl í Reykja­vík. Tals­verðar breyt­ing­ar eru á út­lits­hönn­un hús­anna frá fyrri stig­um eins og hér er sýnt á meðfylgj­andi mynd­um.

<>

Kynn­ing­in gef­ur til kynna hvernig fyr­ir­hugað Ice­land Parlia­ment Hotel mun líta út. Fyrstu áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir að hót­elið yrði opnað næsta vor. Nú stefn­ir í að hót­elið verði opnað rúmu ári síðar.

Reit­ur­inn heit­ir eft­ir gamla Lands­s­íma­hús­inu. Hann af­mark­ast af Thor­vald­sens­stræti, Kirkju­stræti, Aðalstræti og Vall­ar­stræti. Ásamt því að snúa að Aust­ur­velli ligg­ur reit­ur­inn að Ing­ólf­s­torgi og Vík­urg­arði. Bent skal á að stór­hýsi á Aðalstræti 9 er ekki hluti af reitn­um.

Á Lands­s­ímareitn­um eru sögu­leg­ar bygg­ing­ar. Sam­kvæmt deili­skipu­lags­lýs­ingu var Thor­vald­sens­stræti 2 til dæm­is byggt 1878 og Thor­vald­sens­stræti 4, gamla Lands­s­íma­húsið, byggt 1931. Talið sé að kirkja hafi risið í Vík­urg­arði fljót­lega eft­ir kristni­töku. Við kirkj­una hafi verið gra­freit­ur sem notaður var um 800 ára skeið.

Svona mun Lands­s­íma­húsið líta út eft­ir breyt­ingu, sam­kvæmt nýj­ustu til­lögu ...
Svona mun Lands­s­íma­húsið líta út eft­ir breyt­ingu, sam­kvæmt nýj­ustu til­lögu arki­tekta. Tölvu­mynd/​​THG arki­tekt­ar
Samkvæmt eldri teikningum var gert ráð fyrir að Landssímahúsið liti ...
Sam­kvæmt eldri teikn­ing­um var gert ráð fyr­ir að Lands­s­íma­húsið liti svona út. Á nýrri mynd er meðal ann­ars búið að breyta horn­hús­inu og tengi­hús­inu sem er hvítt á þess­ari mynd. Tölvu­mynd/​​THG arki­tekt­ar

Sýni Kvos­inni virðingu

Freyr Frosta­son, arki­tekt hjá THG arki­tekt­um, hef­ur unnið að hönn­un reits­ins í 18 mánuði.

Hann seg­ir hönn­un­ina fylgja samþykktu deili­skipu­lagi. Gerðar hafi verið smá­vægi­leg­ar breyt­ing­ar.

„Við vilj­um láta ný­bygg­ing­ar falla vel inn í eldri byggð. Og bera virðingu fyr­ir um­hverf­inu og Kvos­inni. Við fylgj­um deili­skipu­lagi hvað varðar bygg­ing­ar­magn, form, hæðir og jafn­vel liti. Breyt­ing­arn­ar eru meira tækni­legs eðlis. Þetta er sam­bland af eldri byggð, friðuðum hús­um og ný­bygg­ing­um. Það verða gerðar litl­ar breyt­ing­ar á út­liti Lands­s­íma­húss­ins. Það þarf hins veg­ar að gera við stein­klæðningu á hús­inu og verður hún hugs­an­lega sett í ljós­ari lit. Sam­kvæmt deili­skipu­lagi má hækka þakið. Ris­inu verður lyft eins og gert var á Hót­el Borg á sín­um tíma. Á jarðhæð verður veit­ingastaður sem snýr að Aust­ur­velli.“

Minn­ir á Alþing­is­húsið

Freyr seg­ir aðspurður að milli Lands­s­íma­húss­ins og ný­bygg­inga við Kirkju­stræti verði gafl af viðbygg­ingu frá ár­inu 1967, sem að öðru leyti verður rif­in. Viðbygg­ing­in hef­ur hús­núm­erið Thor­vald­sens­stræti 6. Á jarðhæð ný­bygg­ing­ar í Kirkju­stræti hef­ur verið teiknuð stein­klæðning sem minn­ir á stein­hleðslurn­ar í Alþing­is­hús­inu.

„Þak­form og hæð ný­bygg­inga við Kirkju­stræti tek­ur mið af eldri bygg­ing­um við syðri enda göt­unn­ar. Jarðhæðin verður opin í báðar átt­ir, að gamla Vík­urg­arðinum og Aust­ur­velli. Þar verður veit­ingastaður, kaffi­hús og versl­an­ir,“ seg­ir Freyr.

Á þaki ný­bygg­ing­ar, sem kem­ur í stað viðbygg­ing­ar­inn­ar frá 1967, verða tvær inn­dregn­ar hæðir. „Við sjá­um fyr­ir okk­ur létta bygg­ingu með stór­um gler­flöt­um svo gest­ir geti notið út­sýn­is­ins. Það skap­ar létt­leika fyr­ir reit­inn og sjón­ræn áhrif bygg­ing­ar­inn­ar eru lág­mörkuð,“ seg­ir Freyr.

Séð yfir Víkurgarð (sem einnig er nefndur Fógetagarður). Talsverðar breytingar ...
Séð yfir Vík­urg­arð (sem einnig er nefnd­ur Fógetag­arður). Tals­verðar breyt­ing­ar eru á út­liti á þess­ari nýju teikn­ingu miðað við eldra út­lit og þá sér­stak­lega á þak­hýs­um hús­anna. Tölvu­mynd/​​THG arki­tekt­ar
Fyrri teikningar, séð yfir Víkurgarðinn.
Fyrri teikn­ing­ar, séð yfir Vík­urg­arðinn. Tölvu­mynd/​​THG arki­tekt­ar

Norðan við fyr­ir­hugaða gler­bygg­ingu er skrif­stofu­hús, Aðalstræti 11, sem er hæsta bygg­ing­in á reitn­um. Freyr seg­ir að skv. deili­skipu­lagi eigi þar að vera inn­dreg­in hæð. Teiknuð hafi verið létt bygg­ing með mæn­isþaki. Gert sé ráð fyr­ir svítu á hæðinni, með svöl­um all­an hring­inn.

Við Ing­ólf­s­torg verða nokkr­ar bygg­ing­ar sem til­heyra reitn­um. Tvær þeirra, Aðalstræti 7 og Vall­ar­stræti 4, eru friðuð hús. Þau verða gerð upp og verður Vall­ar­stræti 4, sem er rauðmálað og norðan við Aust­ur­stræti 11, fært í upp­runa­legt horf. Á jarðhæð þess­ara húsa verður versl­un og þjón­usta. Á milli þess­ara húsa kem­ur ný­bygg­ing, Vall­ar­stræti 2, í anda eldri húsa.

Freyr seg­ir gamla Kvenna­skól­ann verða færðan í upp­runa­lega mynd. „Húsið hef­ur nú aðeins tvær götu­hliðar. Tvær hliðar voru fjar­lægðar og eru hluti af sal NASA. Við ætl­um að end­ur­byggja þess­ar hliðar þannig að húsið standi sjálf­stætt með fjór­um hliðum. Það verður gler­bygg­ing á milli, sem slít­ur húsið frá viðbygg­ingu.
Fær meiri reisn eins og hæf­ir.“

Að sögn Freys verður Thor­vald­sens­stræti 2, sem nú síðast hýsti skemmti­staðinn NASA, end­ur­byggt. Sal­ur­inn verði færður í mynd gamla Sjálf­stæðissal­ar­ins, þegar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var þar. NASA verði áfram tón­leika­sal­ur.

Heimild: Mbl.is