Tvær byggingar eru hærri, loftsíunarhús er rúmir 30 metrar og pökkunarstöð rúmir 38 metrar, eða 13 metrum hærri en leyfilegt er. „Við höfum óskað eftir breytti matsskýrslu frá United Silicon. Svo verður gert nýtt deiliskipulag á svæðinu sem byggir á henni,“ segir Guðlaugur.
Þáverandi byggingafulltrúi Reykjanesbæjar gaf United Silicon leyfi fyrir háu byggingunum á sínum tíma. Guðlaugur telur að málið sé án fordæma og að byggingafulltrúinn hafi farið út fyrir valdheimildir sínar með því að gefa leyfi fyrir byggingunum. Ekki sé hægt að krefja fyrirtækið um að lækka byggingar þegar teikningar hafi verið stimplaðar af byggingafulltrúa bæjarfélagsins.
Skipulagsstofnun sendi bréf til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ í lok janúar þar sem gerðar voru athugasemdir við að byggingarnar væri ekki í samræmi við matsskýrslu. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar sagði í viðtali við fréttastofu RÚV 28. apríl siðastliðnum að málið væri litið alvarlegum augum. Það væri ekki í samræmi við lög og að byggingarleyfi ættu að vera í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulag.
Byggingafulltrúinn sagði starfi sínu lausu í kjölfarið og hefur verið auglýst eftir eftirmanni hans. Bæjarfélagið hefur endurskoðað verkferla sína eftir að málið kom upp. Guðlaugur segir annað verklag í gangi núna, meira samráð sé og fundir tíðari.
Heimild: Ruv.is