Home Fréttir Í fréttum Umferð stöðvast stuttlega vegna sprenginga verktaka

Umferð stöðvast stuttlega vegna sprenginga verktaka

111
0
Stöðva þarf umferð um Reykjanesbraut rétt austan álversins í Straumsvík nokkrum sinnum í dag vegna sprenginga. Þar er vinna hafin við gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar. Umferðin verður þó ekki stöðvuð nema í tvær til þrjár mínútur í senn, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
 22.01.2017 mislæg gatnamót Reykjanesbraut1

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að stöðva þurfi umferðina allt að þrisvar sinnum á dag vegna þessa. Þá hafi umferðarhraði verið takmarkaður á framkvæmdasvæðinu niður í 50 kílómetra á klukkustund.

<>

„Vegfarendur eru hvattir til að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við vinnusvæðið,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Heimild: Ruv.is