Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Undirritun vegna Dýrafjarðarganga frestað

Undirritun vegna Dýrafjarðarganga frestað

173
0
Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun. Mynd: GRAFÍK/VEGAGERÐIN.
Formlegri undirritun samninga við aðalverktaka Dýrafjarðarganga hefur verið frestað vegna ófærðar. Til stóð að samningar Vegagerðarinnar við Metrostav a.s. frá Tékklandi og Íslenska verktakann Suðurverk um framkvæmdir á Dýrafjarðargöngum yrðu undirritaðir á Hrafnseyri í Arnarfirði klukkan tvö í dag.

Undanfarna daga hefur hins vegar snjóað mikið í fjöll á Vestfjörðum og Hrafnseyrarheiði, á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar er ófær og því ekki hægt að komast á Hrafnseyri. Það er einmitt heiðin sem að Dýrafjarðargöng koma til með að leysa af hólmi.

<>

Heimild: Ruv.is