Home Fréttir Í fréttum Lausnin felst í úthverfunum að mati forstjóra ÞG verks

Lausnin felst í úthverfunum að mati forstjóra ÞG verks

480
0
Þorvaldur-Gissurarson forstjóri ÞG verks Mynd: Vb.is/Birgir Ísl. Gunnarsson

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í byggingu ódýrra, einfaldra og hagkvæmra íbúða í massavís. Það eina sem þurfi til séu byggingarlóðir í úthverfum höfuðborgarsvæðisins en þær sé að einhverjum ástæðum erfitt að nálgast. Slíkar lóðir séu forsenda þess að hægt sé að fjöldaframleiða ódýrar og hagkvæmar íbúðir og mun betur til þess fallnar en þéttingarsvæði í miðri borginni sem mikið hefur verið fjallað um.

<>

Eftirspurn eftir hagkvæmum og ódýrum íbúðarkosti

Þorvaldur segist upplifa íslenskan fasteignamarkað nokkuð svipað og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. „Það er augljós vöntun á húsnæði og við verð- um vör við mikla eftirspurn og þá mest eftir ódýrari íbúðarkosti – eftirspurnin er fyrst og síðast eftir hagkvæmum íbúðum.“

Þorvaldur leggur áherslu á að íbúðirnar þurfi ekki endilega að vera minni heldur einfaldlega hagkvæmari. „Það má í raun segja að það sé töluvert framboð af íbúðum á dýrari svæðum borgarinnar. Þannig eru um þessar mundir íbúðir í burðarliðnum á miðsvæðum og miðbæjarsvæðum sem eru gjarnan mun dýrari en á öðrum svæðum. En eftirspurnin er mest hjá hinum almenna kaupanda og um leið mesta vöntunin fyrir hann.

Okkar mat er að það vanti fyrst og síðast lóðir og byggingarsvæði í úthverfunum sem eru þá ódýrari en á miðsvæðum, þar sem skipulag er sveigjanlegra og þar sem hægt er að notast við ódýrari byggingarmáta. Þar erum við að tala um byggingarmáta þar sem deiliskipulagsskilmálar gefa færi á því að byggja einfaldari tegund húsnæðis en oftast er gert. Húsnæði þar sem það er t.d. ekki skylda að vera með bílakjallara neðanjarðar en slík framkvæmd er t.d. mjög dýr. Við erum að tala um fjölbreyttar gerðir af íbúð- um og heilt yfir ódýrari og hagkvæmari búsetukost,“ útskýrir Þorvaldur.

Heimild: Vb.is