Home Fréttir Í fréttum Byggingarkostnaður hækkaði lítillega

Byggingarkostnaður hækkaði lítillega

67
0

Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 2,7% á síðustu tólf mánuðum.

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan apríl 2015 er 123,2 stig (desember 2009 = 100) sem er hækkun um 0,1% frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

<>

Þar segir að hækkunina megi fyrst og fremst rekja til hækkunar á verði innlends efnis.

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitalan hækkað um 2,7%. Vísitalan gildir í maí 2015.

Heimild: Vb.is