Home Fréttir Í fréttum Mikill vatnsleki í Vaðlaheiðargöngunum

Mikill vatnsleki í Vaðlaheiðargöngunum

75
0

Mikið af vatni hefur flætt inn í Vaðlaheiðargöng eftir að vatnsæð opnaðist í gönunum á föstudag. Í fréttum RÚV kom fram að vatnsflaumurinn væri austanmegin í göngunum í Fnjóskadal en hingað til hafi helstu vatnsflóðin verið í vesturenda þeirra. Æð opnaðist í fyrra vestan megin í göngunum en nú er vatnið kalt og meira flæðir nú en þá. „Þetta er meira vatn, yfir 400 lítrum á sekúndu og mjög sennilega einhvers staðar á milli 500 og 600 lítra á sekúndu og frekar kalt vatn,“ sagði Einar Hrafn Hjálmarsson, staðarstjóri verktakans Ósafls, í samtali við RÚV.

<>

Dælur hafa ekki undan og á laugardag var farið að veita vatninu út. Seinni partinn á laugardag var farið í það að tæma göngin og forða verðmætum.

Grjót tók að hrynja úr loftinu þegar hluti af styrkingu í lofti gaf sig.
Menn sem voru að störfum í göngunum færðu sig frá og fylgdust með. Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust sumarið 2013.

Göngin eru undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og verða 7,4 kílómetra löng á milli Eyjafjarðar, gegnt Akureyri, og Fnjóskadals. Með göngunum mun vegurinn á milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um 15,7 kílómetra og ekki þarf lengur að fara fjallveginn um Víkurskarð þar sem færð spillist gjarnan á veturna.

Vinnan við göngin er rúmlega hálfnuð.

Heimild: Vísir.is