Vaðlaheiðargöng lengdust um alls 29 metra í síðustu viku og eru nú alls 6.673 metrar að lengd. Búið er að grafa 92,6 prósent af heildarlengd ganganna og eru einungis 533 metrar eftir.
Samkvæmt Facebook-síðu Vaðlaheiðarganga var grafið 6,5 metra Eyfjarðarmegin en 22,5 metra í Fnjóskadal. Stefnt er að gegnumslagi í mars en verkið hefur tafist, og kostnaður þar af leiðandi aukist, vegna vatnsleka í göngunum bæði í Eyjafirði og í Fnjóskadal.
Myndband sem var birt á Facebook-síðunni rétt eftir hádegi sýnir verktaka Ósafls í göngunum bora í gegnum setlög.
Heimild: Visir.is