Home Fréttir Í fréttum Óvíst hvort Landvernd kærir ný framkvæmdaleyfi

Óvíst hvort Landvernd kærir ný framkvæmdaleyfi

65
0
Mynd: Landsnet
Framkvæmdastjóri umhverfis- og náttúruverndarsamtakanna Landverndar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort útgáfa framkvæmdaleyfisins sem Skútustaðahreppur veitti Landsneti vegna Kröflulínu 4 verði kærð.

Skútustaðahreppur veitti Landsneti slíkt leyfi upphaflega í vor, en Landvernd kærði útgáfu þess til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin stöðvaði í framhaldinu framkvæmdir Landsnets við Kröflulínu 4, sem voru komnar nokkuð vel af stað bæði í Skútustaðahreppi en einnig í Þingeyjarsveit. Landvernd kærði útgáfu slíkra leyfa hjá síðarnefnda sveitarfélaginu en það var þó ekki gert ógilt fyrir Kröflulínu, aðeins fyrir Þeistareykjalínu. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur sagt að horft verði til vinnubragða í Skútustaðahreppi við útgáfu nýs framkvæmdaleyfis fyrir Þeistareykjalínu. Því er líklegt að það leyfi verði veitt á næstunni.

<>

Í samtali við fréttastofu segir Guðmundur Ingi að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort nýja leyfið verður einnig kært, en Skútustaðahreppur telur sig hafa bætt úr því sem úrskeiðis fór við veitingu fyrra framkvæmdaleyfisins og varð þess valdandi að það var dæmt ógilt. Því þarf að grandskoða hvort tilefni sé til þess að kæra að nýju, en Guðmundur segir að þó sé ekkert hægt að segja til um hvenær ákvörðun verður tekin um að kæra – eða ekki.

Heimild: Ruv.is