Home Fréttir Í fréttum Mættu ekki til vinnu í morg­un vegna van­skila á laun­um

Mættu ekki til vinnu í morg­un vegna van­skila á laun­um

342
0

Starfs­menn á veg­um verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins G&M mættu ekki til vinnu í morg­un vegna van­skila á laun­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sig­urði Bessa­syni, for­manni Efl­ing­ar, snýst málið um ógreidd laun allt að þrjá mánuði aft­ur í tím­ann.

<>

Fyr­ir­tækið G&M er und­ir­verktaki hjá LNS sögu og kem­ur starf­semi þess m.a. að fram­kvæmd­um við Hlíðar­enda, sjúkra­hót­el Land­spít­al­ans og Garðatorg. Sig­urður seg­ist hafa ákveðnar upp­lýs­ing­ar en að ekki liggi enn fyr­ir heild­ar­mynd. „Mér er sagt að það séu í þessu máli ein­stak­ling­ar sem ekki hafi fengið greidd laun í tvo til þrjá mánuði.“

Hann seg­ir Efl­ingu fyr­ir stuttu hafa fundað með LNS Sögu og G&M vegna mála sem sner­ust um mis­mun á tíma­skrift­um og greidd­um laun­um en að ekki hafi borist upp­lýs­ing­ar um van­skil fyrr en í gær.

„Við feng­um fyrst ábend­ingu um þetta mál í gær. Það var þá mjög óljóst hvernig mál­in stæðu. Síðan feng­um við meiri upp­lýs­ing­ar í dag og fór­um þá á þessa vinnustaði til að skoða hvað var í gangi. Þá kom í ljós að á sum­um þess­ara vinnustaða höfðu eng­ir starfs­menn mætt. Á öðrum hafði hluti starfs­manna mætt til vinnu.“

Hann seg­ir þá starfs­menn sem rætt hef­ur verið við ekki alla draga upp sömu mynd en um sé að ræða allt van­skil á laun­um í allt frá tveim­ur vik­um upp í þrjá mánuði.

Sig­urður seg­ir að unnið sé að því að finna lausn­ir. „Við höf­um verið í sam­bandi við LNS Sögu til að stíga inn í þetta mál og leysa það með okk­ur.“ Hann seg­ir mik­il­vægt að finna end­an­lega lausn „svo að starfs­menn geti verið ör­ygg­ir um að fá laun sín greidd.“

Heimild: Mbl.is