Home Í fréttum Niðurstöður útboða Byggingameistari í Kópavogi, bauð lægst í byggingu leikskóla í Hveragerði

Byggingameistari í Kópavogi, bauð lægst í byggingu leikskóla í Hveragerði

437
0
Útlit nýja leikskólans í Hveragerði. Mynd/ASK Arkitektar ehf.

Gísli Jón Höskuldsson, byggingameistari í Kópavogi, bauð lægst í byggingu leikskóla við Þelamörk í Hveragerði sem rísa á á næsta ári.

<>

Tilboð Gísla hljóðaði upp á rúmar 583 milljónir króna. Aðeins munaði tæplega 680 þúsund krónum á tveimur lægstu tilboðunum, en JÁVERK ehf. á Selfossi bauð rúmlega 583,7 milljónir króna í verkið.

Hæsta tilboðið kom svo frá Íslenskum aðalverktökum hf í Reykjavík, tæpar 694,3 milljónir króna.

Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á rétt tæpar 512,8 milljónir króna.

Verkið felst í að steypa upp og fullgera að utan og innan rúmlega 1.090 fermetra leikskólahúsnæði ásamt þremur smáhýsum og rúmlega 6.900 fermetra lóð.

Verkið á að vera að fullu lokið fyrir 1. október á næsta ári.

Heimild: Sunnlenska.is