Home Fréttir Í fréttum Tíu milljarðar króna í framkvæmdir á Reykjanesbraut á árunum 2019-2022

Tíu milljarðar króna í framkvæmdir á Reykjanesbraut á árunum 2019-2022

128
0

Alls verða tæplega 10 milljarðar króna settar í framkvæmdir við Reykjanesbraut á árunum 2019 – 2022, verði samgönguáætlun til tíu ára samþykkt á alþingi.

<>

Til stendur að hefja framkvæmdir við mislæg gatnamót á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar fljótlega og í kjölfarið breikka Reykjanesbraut að Hvassahrauni, kostnaðurinn við þessar framkvæmdir er áætlaður um milljarður króna.

Á árunum 2019 – 2022 verða settir 3,5 milljarðar króna í famkvæmdir frá Fitjum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar og 5,3 milljarðar króna í framkvæmdir sunnan Hafnarfjarðar. Alls stendur því til að setja 9,8 milljarða króna í framkvæmdir á Reykjanesbraut á næstu árum.

Þá stendur til að ljúka Suðurstrandarvegi norðan Grindavíkur og er kostnaður við það áætlaður um 300 milljónir króna.

Heimild: Sudurnes.net