F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Múlaborg. Þak, gluggaskipti og klæðning, útboð nr. 16254.
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Framkvæmd felst í gluggaskiptum, uppbyggingu nýs þaks og endurklæðningu á göflum í leikskólanum Múlaborg, Ármúla 8a, 108 Reykjavík.
Verkið er að fjarlægja núverandi klæðningu af þaki 350 m2 millibyggingar ásamt þakgluggum þak. Á steypta plötu kemur bræddur asfaltpappi, síðan sniðskorinn einangrun og síðan flipafestur þakdúkur ofan á einangra. Endurnýja skal alla þakglugga Að skipta út öllum gluggum og hurðum á langhliðum (vestur og austur) sem snúa að millibyggingu ásamt suðurhlið millibyggingar. Að klæða langhliðar (vestur og austur) sem snúa að millibyggingu ásamt suðurhlið millibyggingar.
Áætluð lok framkvæmdatíma: 15. desember 2026.
Vettvangsskoðun: Á framkvæmdastað, 30. janúar 2026, kl. 14:00
Útboðsgögn verða eingönguaðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is– frá kl. 15:00: þann 23. janúar 2026. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 9. febrúar 2026.












