Home Fréttir Í fréttum Vegagerðin : útboð vegna brúa í Gufudalssveit

Vegagerðin : útboð vegna brúa í Gufudalssveit

13
0

Skömmu fyrir jól auglýsti Vegagerðin útboð á eftirliti og ráðgjöf með byggingu tveggja steyptra brúa Vestfjarðarvegi um Gufudalssveit.

Annarsvegar er um að ræða 58 m langa brú á Djúpafjörð við Grónes og hinsvegar um 130 m langa brú á Gufufjörð.

Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119m bráðabirgðarbrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar/rofvarnar.

Verklok eru áætluð í lok árs 2026.

Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. janúar 2026.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og föstudaginn 30. janúar 2026 verður verðtilboð hæfra bjóðenda kynnt.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Heimild: BB.is