Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir hafnar við Bergþórugerði á Hvolsvelli

Framkvæmdir hafnar við Bergþórugerði á Hvolsvelli

31
0
Mynd: Hvolsvollur.is

Í vikunni var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri götu á Hvolsvelli en það er gatan Bergþórugerði. Vinnuvélar eru nú komnar á svæðið og undirbúningur hafinn af krafti.

Um er að ræða fyrsta áfanga í uppbyggingu götunnar og verða sjö einbýlishúsalóðir í boði að þessu sinni. Úthlutun lóðanna hefst nú í janúar og er gert ráð fyrir að þær verði tilbúnar til afhendingar þann 15. apríl næstkomandi.

Þetta er kærkomin viðbót við lóðaframboð í sveitarfélaginu. Vert er að taka fram að lóðir fyrir fjölbýlishús við götuna verða auglýstar síðar.

Nánari upplýsingar um úthlutunarferlið verða birtar á síðu sveitafélagsins þegar nær dregur.

Á meðfylgjandi mynd og myndbandi má sjá Heiðar Þormarsson taka fyrstu skóflustunguna með “stóru skóflunni”.

Heimild: Hvolsvollur.is