Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) f.h. Félags- og húsnæðismálaráðuneytis, kt. 521218-0610, sem hér eftir nefnist kaupandi óskar eftir tilboðum í breytingar og endurbætur á hjúkrunarheimilinu
Hlíð, Akureyri.
Verkefnið felst í endurbótum á húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar, nánar tiltekið í álmu 3 á 2. og 3. hæð. Húsið er steinsteypt; 2. hæðin er um 1.080 m² að flatarmáli og 3. hæðin um 490 m²
Hjúkrunarheimilið Hlíð er staðsett að Austurbyggð 17, 600 Akureyri.
Helstu verkþættir fela í sér:
• Endurbætur með hliðsjón af brunavörnum
• Frágang innan- og utanhúss
• Málun
• Uppfærslu og endurnýjun helstu tæknikerfa
Tilboð bjóðanda skal miðast við að verkið felist í fullnaðarfrágangi, bæði innan- og utanhúss, í samræmi við verk-/kröfulýsingar.
Um er að ræða almennt útboð eins og því er lýst í 2. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL). Útboð þetta er yfir innlendum viðmiðunarfjárhæðum skv. 1. mgr. 23. gr. OIL og er auglýst innanlands.
Allar nánari upplýsingar um er að finna í útboðskerfi FSRE. Mercell TendSign
Leiðbeiningar varðandi skráningu og skil tilboða er að finna hér
| Útboðsgögn afhent: | 19.12.2025 kl. 00:00 |
| Skilafrestur | 27.01.2026 kl. 12:00 |
| Opnun tilboða: | 27.01.2026 kl. 13:00 |












