Home Fréttir Í fréttum Byggingar við Borgartún heyra brátt sögunni til

Byggingar við Borgartún heyra brátt sögunni til

12
0
Stærsta húsið á reitnum er næstum fallið og önnur hús horfin. Í baksýn má sjá byggingu Hótels Cabin. mbl.is/sisi

Niðurrif húsanna á lóðinni Borgartúni 34-36 hefur gengið vel, en það hófst í byrjun október. Nú er staðan sú að aðeins stendur eftir lítill hluti af stærstu byggingunni og styttist í að hún hverfi alveg.

Á lóðinni stóðu þrjár byggingar, samtals 3.142 fermetrar. Um var að ræða verkstæði/gistiheimili, og iðnaðarhús. Húsin voru byggð til að hýsa atvinnustarfsemi sem tengdist vélum og bifreiðum og eru öll steinsteypt. Þau voru reist á árunum 1958-1978.

Þarna var aðsetur fólksflutninga- og ferðaskrifstofufyrirtækisins Guðmundar Jónassonar hf. Það fyrirtæki er enn í blómlegum rekstri og er nú með starfsemi í Kópavogi.

Heimild: Mbl.is