Home Fréttir Í fréttum Kranalaus kjarni

Kranalaus kjarni

23
0
Nú þegar síðasti kraninn er farinn úr grunninum sést vel hvernig hin nýja bygging mun líta út. Ljósmynd/NSLH

Nýverið urðu þau tímamót að seinasti byggingarkraninn við meðferðarkjarna Nýja Landspítalans (NLSH) var tekinn niður.

Áður höfðu aðrir kranar horfið af vettvangi hver af öðrum. Og við brotthvarfið breyttist ásýnd byggingarinnar og núna blasir við nánast endanlegt útlit þessa mikla húss, segir á heimasíðu Nýs Landspítala.

Við upphaf framkvæmdanna árið 2018 voru átta byggingarkranar í grunni meðferðarkjarnans.

Byggingarkranar eru ómissandi verkfæri í nútíma byggingar- og innviðaverkefnum, og gera það mögulegt sem eitt sinn var ómögulegt, segir á heimasíðunni.

Heimild: Mbl.is