Home Fréttir Í fréttum Styrkás kaupir Hreinsitækni á 7 milljarða

Styrkás kaupir Hreinsitækni á 7 milljarða

80
0
Ásmundur Tryggvason, forstjóri Styrkáss. Ljósmynd: Aðsend mynd

Að lokinni ráðstöfun munu selj­endur Hreinsitækni eiga um 17,5% í Styrkási. Virði hluta­fjár sam­einaðs félags er áætlað um 30 milljarðar króna.

Styrkás hf., félag í 45,7% eigu SKEL fjár­festingafélags hf., hefur undir­ritað samning um kaup á öllu hluta­fé í Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf. og tengdum félögum.

Gert er ráð fyrir að gengið verði endan­lega frá við­skiptunum að upp­fylltum hefðbundnum fyrir­vörum, þar á meðal samþykki Sam­keppnis­eftir­litsins.

Sam­kvæmt til­kynningu er heildar­virði sam­stæðu Hreinsitækni metið um 9,7 milljarða króna í við­skiptunum og kaup­verð alls hluta­fjár um 7 milljarða króna.

Af því verða 25% greidd í reiðufé en 75% með út­gáfu nýrra hluta í Styrkási á genginu 24,5 krónur á hlut.

Hreinsitækni er lýst sem leiðandi aðila í um­hverfis- og inn­viðaþjónustu fyrir sveitarfélög og at­vinnulíf.

Fyrir­tækið rekur aðstöðu og tækja­flota í fjórum lands­hlutum og telur um 150 starfs­menn. Velta sam­stæðunnar árið 2024 nam 5 milljörðum króna og EBIT var um 800 milljónir króna.

Með kaupunum verður til fjórða tekju­svið Styrkáss á sviði um­hverfis- og iðnaðarþjónustu.

Þar með skapast, að sögn félagsins, svigrúm til að efla þjónustu við stóriðju og sveitarfélög og byggja upp nýjar tekju­stoðir í inn­viðaþjónustu.

Fyrstu níu mánuði ársins 2025 nam velta Styrkás 47 milljörðum króna, rekstrar­hagnaður eftir af­skriftir (EBIT) var 1,9 milljarðar króna og hagnaður eftir skatta 1,3 milljarðar króna.

Vaxta­berandi skuldir sam­stæðunnar, að frá­dregnu hand­bæru fé, námu í lok septem­ber 1 milljarði króna. Eftir við­skiptin er áætlað að velta sam­einaðs félags á árs­grund­velli verði tæp­lega 70 milljarðar króna og hagnaður eftir skatta rúm­lega 2 milljarðar króna.

Gert er ráð fyrir að við upp­gjör verði eignar­hlutur SKEL í Styrkási 37,7%.

Miðað við gengi Styrkás í við­skiptunum verður virði eignar­hlutarins um 11,2 milljarðar króna.

Sam­kvæmt hlut­hafa­samningi stærstu hlut­hafa er stefnt að skráningu hluta­bréfa Styrkás á aðal­markað Nas­daq Reykja­vík árið 2027.

Heimild: Vb.is