Home Fréttir Í fréttum „Það ríkir neyðarástand í málefnum aldraðra“

„Það ríkir neyðarástand í málefnum aldraðra“

9
0
Brýnt er að fjölga hjúkrunarrýmum hratt. Heil hæð verður byggð ofan á Sóltún á næstu misserum með tilheyrandi raski og hávaða. – Anton Borosak

Ríflega 700 manns bíða eftir hjúkrunarrýmum og fer hratt fjölgandi. Aðstandandi íbúa á Sóltúni harmar þann mikla hávaða og rask sem fólkið þar þarf að sætta sig við þegar 67 rýmum verður bætt við húsið.

Hjúkrunarrýmum við Sóltún í Reykjavík verður fjölgað um 67 á næstu tveimur árum og húsnæði stækkað um 3500 fm. Aðstendendur óttast að stækkunin eigi eftir að hafa í för með sér verulegt rask og ónæði fyrir íbúa og reynast ástvinum þeirra sem eru lasburða fyrir hrein martröð.

Einar Stefánsson. Mynd: Guðmundur Bergkvist

Einar Stefánsson fer fyrir hópi aðstandenda sem hefur þungar áhyggjur af hávaða og ónotum sem fylgi framkvæmdunum. Til stendur að byggja við tvær álmur sem fyrir eru og einnig nýjan skála við húsið.

„Síðan er það næsta vor, svona í apríl á næsta ári þá verður hafist handa við að byggja heila hæð ofan á allt húsið. Og það er náttúrulega það sem maður óttast almest að þarna eru svefnherbergi íbúana og það á s.s. að festa múrbolta ofan í loftin hjá þeim og þetta mun taka marga marga mánuði.“

Framkvæmdirnar eiga að taka rúm tvö ár ef allt gengur samkvæmt áætlun.

Heimild: Ruv.is