Home Fréttir Í fréttum Samfélag myndast á Ártúnshöfða

Samfélag myndast á Ártúnshöfða

32
0
Horft yfir nýbyggingarsvæðið á Ártúnshöfða. Hvítu fjölbýlishúsin fremst á myndinni eru við Eirhöfða. Gömul iðnaðarhús, verksmiðjur og bílasölur víkja. mbl.is//Sigurður Bogi

Svipur er nú að komast á þá nýju byggð sem verið er að reisa á Ártúnshöfða í Reykjavík. Fyrstu íbúarnir eru fluttir inn í fjölbýlishús sem verið er að reisa, svo sem við Eirhöfða, og með því er boltinn farinn að rúlla.

Byggingar þar sem áður var til dæmis iðnaður, bílasölur og fleira hafa verið rifnar eða eru á útleið. Í þeirra stað koma blokkirnar, ein af annarri. Og þegar fólkið kemur fer þar senn að myndast samfélag fólks, með öllum þeim fjölbreytileika sem í mannlífinu myndast.

Borgarlínan verður bláæð

Áætlað er að í hverfinu á Ártúnshöfða verði allt að 8.000 íbúðir og íbúarnir gætu orðið um 20.000. Á fyrstu svæðunum sem undir eru í uppbyggingu nú, er gert ráð fyrir 3.500 íbúðum, tveimur grunnskólum og einum safnskóla í bland við þjónustustarfsemi við Krossmýrartorg.

Bláæð hverfisins eða samgönguleið verður borgarlínan sem liggja mun í gegnum mitt svæðið. Stoppistöðvar hennar verða meðal annars við Sævarhöfða og nærri núverandi gatnamótum Stórhöfða og Breiðhöfða, þar sem verður Krossmýrartorg. Þar á að verða menningarhús, verslun, þjónusta, íbúðir og vinnustaðir.

Heimild: Mbl.is