Heildarkostnaður við rekstur Þórkötlu, sem tók yfir íbúðarhúsnæði í Grindavík, er á bilinu 800 til 900 milljónir króna á ári án fjármagnsliða. Þar af er kostnaður við brunatryggingar, hita, rafmagn og annan kostnað um 280 milljónir og viðhald kostar 220 milljónir.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að fjármögnun fyrir árið í ár og næsta ár liggi fyrir. Jafnframt er tekið fram að sala og leiga eigna á að standa undir rekstri félagsins frá og með þar næsta ári.
Áætlun um hvernig fyrri eigendur húsanna geta keypt þau aftur verður kynnt snemma á næsta ári.
Heimild: Ruv.is