MVA ehf hefur undirritað samning við Hótel Gjá ehf um framleiðslu og uppsteypu steyptra þátta fyrir nýtt Skógarhótel við Skógarböðin á Akureyri.
Hótelið verður 7.700 m² að stærð þar af 1.150 m² steypts kjallara og mun marka næsta áfanga í uppbyggingu svæðisins. Samningur var undirritaður 22. september 2025
Heimild: Facebooksíða MVA ehf.