Home Fréttir Í fréttum Hrein ný lán ekki hærri í 4 ár

Hrein ný lán ekki hærri í 4 ár

40
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Þrátt fyrir hátt raunvaxtastig námu hrein ný íbúðalán til heimila alls 25,2 milljörðum króna í júlí. Leita þarf aftur til sama mánaðar árið 2021 til að finna hærri lánveitingar heimila vegna fasteignakaupa í einum mánuði.

Þegar horft er á fasteignamarkaðinn hér á landi er athyglisvert að þrátt fyrir hátt raunvaxtastig námu hrein ný íbúðalán til heimila alls 25,2 milljörðum króna í júlí. Leita þarf aftur til sama mánaðar árið 2021 til að finna hærri lánveitingar heimila vegna fasteignakaupa í einum mánuði, að því er kemur fram í mánaðarskýrslu HMS.

Skjáskot af Vb.is

Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi voru hrein ný óverðtryggð íbúðalán til heimila, þ.e. lántökur umfram upp- og umframgreiðslur, í fyrsta skipti jákvæð í júlí síðastliðnum frá því í janúar 2023.

Í byrjun árs 2023 voru um 55% allra íbúðalána heimila á óverðtryggðum vöxtum en í júlí síðastliðnum var hlutdeild þeirra 38%. Hækkandi nafnvaxtastig, ásamt þrengri lánþegaskilyrðum Seðlabankans, hefur ýtt undir ásókn heimila í verðtryggð lán. Þannig hefur hlutdeild slíkra lána hækkað og á móti hefur hlutdeild óverðtryggðra lána líkt og gefur að skilja lækkað.

Heimild: Vb.is