Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 31.10.2025 Sala á byggingarétti á lóðum fyrir íbúðahúsnæði að Móstekk, Selfossi

31.10.2025 Sala á byggingarétti á lóðum fyrir íbúðahúsnæði að Móstekk, Selfossi

46
0
Mynd: Árborg

Sveitarfélagið Árborg auglýsir til sölu byggingarétt fyrir íbúðarhúsnæði.  Um er að ræða 5 parhúsalóðir fyrir alls 10 íbúðir.  Stærð lóða er á bilinu 1.157-1.200 m2.  Um er að ræða vel staðsettar lóðir nærri sterkum þjónustukjörnum.

Leitað er að kauptilboðum í lóðirnar frá einstaklingum og/eða lögaðilum sem hyggjast byggja íbúðir í samræmi við deiliskipulag svæðisins.  Svæðið er hluti af uppbyggingarsvæði á landi Bjarkar sem liggur sunnan Suðurhóla og meðfram Eyravegi.

Lóðirnar sem um ræðir eru Móstekkur 101-103, 105-107, 109-111, 113-115 og 117-119.  Lóðirnar eru tilbúnar til afhendingar.

Tilboð í byggingarrétt á lóðunum ásamt umbeðnum fylgi gögnum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour (tengill hér að neðan) innan auglýsts skilafrest, sem er kl. 13:00
föstudaginn 31. októberber 2025.

Opnun tilboða verður  framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur er liðinn.

Í kjölfar opnunar verður tilboðsgjöfum sent opnunaryfirlit rafrænt.

Móstekkur – sala á byggingarétti

Sjá frekar.