Velta fyrirtækisins jókst um 75% milli ára og nam 322 milljónum króna.
Verkfræðistofan Vatnaskil hagnaðist um 72 milljónir króna í fyrra en árið áður nam tap félagsins 23 milljónum króna. Velta fyrirtækisins jókst um 75% milli ára og nam 322 milljónum króna. Eignir í árslok námu 145 milljónum króna og var eiginfjárhlutfall 68,3%.
Stjórn leggur til að 50 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa í ár.
Félagið var dótturfélag Mannvits en í árslok 2023 átti Mannvit 65% hlut í félaginu á móti nokkrum starfsmönnum Vatnaskils. Í árslok 2024 var félagið aftur á móti alfarið í eigu starfsmanna. Sveinn Óli Pálmarson, framkvæmdastjóri Vatnaskils og umhverfis- og vatnsauðlindaverkfræðingur, fer í dag með 39,34% hlut í félaginu.
Aðrir hluthafar eru Andri Arnaldsson með 16,59% hlut, Ágúst Guðmundsson með 10,28% hlut, Hjalti Sigurjónsson með 10,26% hlut, Eric M. Myer með 8,1% hlut, Jean-Claude C. Berhet með 8,03% hlut, Darri Kristmundsson með 3% hlut, Ásdís Auðar Ómarsdóttir með 2% hlut, Auður Eva Jónsdóttir með 1,2% hlut og Hrólfur Ásmundsson með 1,2% hlut.
Heimild: Vb.is