Home Fréttir Í fréttum HMS veiti leyfi fyrir brúarmiðjunni

HMS veiti leyfi fyrir brúarmiðjunni

33
0
Brúin á að vera 270 metrar að lengd. Reykjavík og Kópavogur geta veitt byggingarleyfi fyrir 115 metrum hvort um sig, en HMS fyrir rest. Tölvumynd

Það kemur í hlut þriggja lögaðila að veita byggingarleyfi fyrir hinni nýju Fossvogsbrú, þ.e. Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar. Það helgast af því að valdmörk sveitarfélaganna ná ekki lengra frá landi en netlög sem ná 115 metra út í sjó frá stórstraumsfjöruborði.

Kópavogur og Reykjavík geta því aðeins veitt byggingarleyfi sín megin, en þar sem Fossvogurinn er breiðari en samanlögð netlög beggja sveitarfélaga, þ.e. 230 metrar, þá þarf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að veita byggingarleyfi fyrir miðbikið.

Þetta er niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi úrskurð þessa efnis sl. fimmtudag.

Heimild: Mbl.is