Home Fréttir Í fréttum Alvotech hyggst reisa stórhýsi á Granda

Alvotech hyggst reisa stórhýsi á Granda

34
0
Svona sjá arkitektar fyrir sér að nýbyggingin í Örfirisey geti litið út. Tillagan kann að taka breytingum. Tölvumynd/Nordic Office of Architecture

Áformað er að byggja stórhýsi undir starfsemi líftæknifyrirtækisins Alvotech við Fiskislóð á Granda.

Lóðirnar standa við sjóinn og ná frá bílaþvottastöðinni Löðri að húsi Brimrúnar í jaðri olíubirgðastöðvarinnar. Þarna á að rísa pökkunarverksmiðja, vöruhús sem og skrifstofur fyrir Alvotech á Íslandi. Þetta eru með síðustu lóðum í Örfirisey sem eru óbyggðar.

Árið 2020 kom fram í frétt Morgunblaðsins að malasíski kaupsýslumaðurinn Vincent Tan hefði ekki áhuga á því að byggja lúxushótel á Fiskislóð 33-37 í Örfirisey. Faxaflóahafnir bentu á þessar lóðir sem mögulegan kost um leið og tekið var neikvætt í óskir Tans um að byggja hótel á Miðbakkanum við Gömlu höfnina.

Heimild: Mbl.is