Home Fréttir Í fréttum Olíustöðin verði til 2050

Olíustöðin verði til 2050

24
0
Örfirisey. Fyrstu tankarnir voru reistir þar árið 1950. Oft hefur verið rætt um að flytja olíubirgðastöðina annað en heppileg staðsetning hefur ekki fundist. mbl.is/Árni Sæberg

Viðræður eru hafnar milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna um framtíð olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey.

Á stjórnarfundi Faxaflóahafna nýlega kynnti Gunnar Tryggvason hafnarstjóri stöðu mála varðandi olíubirgðastöðina. Faxaflóahafnir hafi óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um mögulega framlengingu heimildar í aðalskipulagi um 10 ár eða til ársins 2050. Stöðin yrði því starfandi þar a.m.k. næstu 25 árin.

Gunnar segir að Faxaflóahafnir hafi átt fund með borginni eftir að erindið var sent. Boltinn sé hjá borginni.

Núgildandi aðalskipulag Reykjavíkur nær til ársins 2040. Það var samþykkt í borgarstjórn 19. október 2021. Næsta aðalskipulag mun væntanlega gilda til ársins 2050.

Heimild: Mbl.is